Góður fundur með Faxaflóahöfnum

/ janúar 7, 2009

Haldinn var ágætur fundur með forsvarsmönnum Faxaflóahafna í gær. Í stuttu máli sagt var vel tekið í tillögur…

okkar um framtíðarhugmyndir að bryggumálum. Helsta vandamálið nú er að bygging tónlistarhússins tefst og enginn veit hve lengi. Raunsætt er að horfa á einhver ár teljandi á fingrum annarar handar í það minnsta.

Unnið verður í því á næstunni að endurskipuleggja flotbryggjuna og fá lengri útleggjara. Einnig verður brimbrjóturinn væntanlega færður og gerður að nothæfri bryggju við Ingólfsgarðinn. Annar alvöru brimbrjótur verður þá settur í staðinn. Verður hann jafnvel fenginn annarsstaðar þar sem nú þarf að skipta um slíkt mannvirki.

Skipulagsmál og húsnæðismál eru í vinnslu. Við missum í raun gámahúsnæðið fljótlega, nema það takist að framlengja þeim samningi vegna aðstæðna.

Allar hugmyndir um skipulag krikans þar sem við erum eru uppi á borðinu og í athugun. Allt verður skoðað og eitthvað verður gert á þessu ári.

Share this Post