Góður þriðjudagur – myndir og úrslit

/ júlí 4, 2012

Siglingagallarnir hafa hangið ónotaðir og rykfallið í myrkum skúmaskotum það sem af er sumri. Ekkert lát er á frábæru siglingaveðri og þessi þriðjudagur var frábær, stöðugur norðvestan-vindur, 6-7 m/s. Flotinn sigldi Brokey-Akurey-7bauja-Pálsflaga-Engeyjarrif-Sólfar-Brokey, allt í boði Lilju. Um 90 mínútna sigling og mátti varla minna vera. Hér eru nokkrar fallegar myndir og úrslit.

 

 

 

Share this Post