Gott veður á landsmóti

/ júlí 12, 2009

Veðrið hefur leikið við keppendur á Landsmóti UMFÍ báða dagana sem keppt var í siglingum. Enn vantar úrslit seinni daginn, en úrslit föstudagsins er hægt að skoða á vef UMFÍ.

Á vef Nökkva er svo að finna fullt af myndum frá landsmótinu. Það er virkilega gaman að sjá svona margar litríkar kænur af öllum sortum saman á sjó í einu. Á myndasíðu landsmótsvefs UMFÍ er svo að finna enn fleiri myndir.

Share this Post