H Z vantar á bát

/ júlí 3, 2009

Tveir reyndir skútusiglarar óskast til að sigla skútu frá Írlandi til Íslands eftir fáa daga. Skútan er stödd í bæ sem heitir Kellydeks á NV. hluta Írlands. Gírinn bilaði í skútunni þannig að siglingaáætlunin tafðist og áhöfnin þurfti að fara heim, allir nema eigandinn, sem heitir Jón Ingi Jónsson. Skútan heitir Matzilda, er 29 feta langkjala tréskúta smíðuð árið 1936. Síminn hjá Jóni Inga er: +354 869 6585. Einnig veit Baldvin eitthvað pínulítið meira um málið og er alvarlega að spá í að vera annar þeirra sem vantar í hópinn síminn hans er 897 3227. Jón Ingi greiðir auðvitað kostnaðinn við að koma þessum tveim náungum til sín.

Það er auðvitað verið að skipta um gír og allur öryggisbúnaður er í lagi um borð. Hér má sjá mynd af skútunni og ýmsar upplýsingar. 

Share this Post