H Z vantar á bát

/ maí 20, 2007

{mosimage}Rætt var í aðdraganda sumars að auðvelda áhugasömum að kynnast íþróttinni og öllu því sem henni fylgir.
Ákveðið var að hengja upp blað sem hægt er að skrá sig á fyrir þriðjudagskeppnir.
Sá skipsstjóri sem vantar áhöfn skráir síðan nafn skútu sinnar aftan við nafnið og siglir þá sá aðili á þeirri skútu þetta kvöld. Þessi aðferð hefur verið reynd áður og gefist vel.
Áhugasamir geta líka alltaf skráð nafn og símanúmer hér fyrir neðan eða í smáskilaboðin hér hægramegin.

Nokkrar grundvallar reglur H Z

Sjálfsögð kurteisi er af H Z að bjóðast til að greiða hluta af eða allt keppnisgjald kvöldsins.

Hver sem er getur fengið að sigla með nokkrum sinnum. Skipsstjóri býður H Z með því hann vantar aukahendur um borð, þetta er keppni, ekki skemmtisigling.

Gert er ráð fyrir því af H Z að prófa að sigla á nokkrum skútum (ekki alltaf á þeirri sömu).

Stundum nær fólk vel saman og úr verður varanlegur áhafnarmeðlimur.
Taki H Z fast áhafnarpláss á einhverjum bát þá skráir hann sig í félagið, greiðir sitt félagsgjald og tekur þátt í kostnaði áhafnar við þátttöku í keppnum.

H Z ar þurfa að gera sér grein fyrir að mæta þarf tímanlega og enginn fer frá borði fyrr en gengið hefur verið frá öllu um borð í bát. Ómögulegt er að vita hversu langan tíma hver keppni tekur.

Share this Post