Handhafi gula fánans

/ maí 23, 2007

Áhöfnin á Dögun er nú handhafi farandflaggsins, rétt náðu því af Ísold síðasta þriðjudag og skrá sig þar með á spjöld sögunnar, eða á fánann.


{mosimage}


Keppnin var mjög lífleg og skemmtileg. Baujurnar voru bókstaflega að vefjast fyrir keppendum sem sumir hverjir dróu þær með sér langar leiðir svo aðrir bátar þurftu að sigla þá uppi til að komast fyrir bauju. Dögun átti trúlega flottasta startið. Þjófstartaði og tók reyndar baujuna en kom henni yfir á Díu sem flutti hana framfyrir Dögun sem þar með var komin að nýju aftur fyrir startlínu, án þess að þurfa að bakka eða snúa við.

Share this Post