Hásetanámskeið 2013

/ maí 12, 2013

Í
sumar heldur Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey verkleg
siglinganámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þátttakendur læra
undirstöðuatriði siglinga, að seglbúa og sigla spennandi seglskútu.
Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja fá reynslu í að sigla á
seglskútu fyrir verklega þátt „Skemmtibátaprófsins“.

Meðal atriða sem verður farið yfir eru:

 • Stjórnun segla með tilliti til vindstefnu.
 • Að stýra eftir vindi og áttavita.
 • Helstu umferðarreglur á sjó.
 • Meðhöndlun reipa og helstu hnútar.
 • Öryggistækin um borð neyðarblys, kastlína, slökkvitæki og talstöð.
 • Að bregðast við ef maður fellur fyrir borð.

Boðið er upp á eftirfarandi námskeið:

 • 20. maí – 23. maí
 • 3. júní – 6. júní
 • 10. júní – 13. júní
 • 24. júní – 27. júní
 • 1. júlí – 4. júlí
 • 15. júlí – 18. júlí
 • 22. júlí – 25. júlí

Báturinn:
Sigurvon er 26 feta/8 metra seglskúta af gerðinni Secret 26.
Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 5 þátttakendur.

Tími:
Kennt er mánudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld, samtals um 10 klukkustundir.
Mæting á bryggju klukkan 17:45 (við Hörpuna).
Ef veður hamlar er föstudagskvöldið haft til vara.

Verð:
Verð fyrir námskeiðið er 20.000 kr.

Sumargjald 2013.
Gjaldið felur í sér aðgang og siglingar á Sigurvon. Inn á sameiginlegri facebook síðu er settir inn siglingadagar og þar geta þáttakendur skráð sig inn. (hámark 5 í hverja siglingu) Reyndur skipstjóri er alltaf með í för. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eru að ná sér í meiri reynslu í siglingum.

Verð:
Verð er 30.000 kr. fyrir sumarið.

Skráning:
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið skraning@brokey.is eða hringja í síma 895 1551 Þegar staðfesting
berst skal ganga frá greiðslu með millifærslu, annars er plássið ekki
frátekið. Reikningur: 516-26-11609 Kennitala: 681174-0449. Vinsamlega
sendið staðfestingu greiðslu á: skraning@brokey.is
Hægt að senda fyrirspurn á: skraning@brokey.is og fá upplýsingar í síma 895 1551

Share this Post