Heimsmetstilraun

/ desember 11, 2007

{mosimage}

Hinn rúmlega fimmtugi brjálaði Frakki, Francis Joyon reynir nú að setja nýtt met í siglingu umhverfis hnöttinn, einsamall á þríbytnu.

Í febrúar árið 2004 setti hann met á þessari rúmlega 28.000 sjómílna hringferð, bætti fyrra met um 20 daga (72 dagar, 22 klst. 54:22 mín.). Meðalhraði hans var 15.5 hnútar.

Í febrúar árið 2005 sló Ellen MacArthur met Joyons um rúman einn dag.
Nú er Joyon enn á ferð og gengur bara nokkuð vel. Eftir 18 daga siglingu er hann hátt í 2.000 sjómílum „á undan“ Ellen. Hraðinn er líka umtalsvert meiri, eða tæpar 26 sjómílur!!! Gæla menn við að Joyon muni slá 60 daga múrinn. En eins og siglarar vita getur margt farið úrskeiðis. Það þarf ekki nema einn hval eða gám marandi í hálfu kafi til að setja punktinn aftan við þessa siglingu.
Hann segist vera glaður að hafa rústað gamla bátnum, því þessi er „fast as merde!“
Heimasíða kappans
Kort af ferðum hans

Share this Post