Hera er komin!!!

/ júlí 12, 2007

{mosimage}

Aron er kominn til Reykjavíkur á nýju skútunni! Þetta er stórglæsileg 37 feta Hanse-skúta, ný úr kassanum með nýjubátalykt og allt. Skútan hefur hlotið nafnið HERA. Hún er mjög traustleg að sjá og var Aron mjög ánægður með bátinn á heimsiglingunni.


Hér eru nokkrar myndir sem Arnar tók af Heru og stoltum eiganda. Við óskum Aroni og fjölskyldu til lukku með skútuna en fjölskyldan hefur þegar sannað að þar fara upprennandi Íslandsmeistarar. Aronssynir tóku flotann í nefið á siglingunni til Keflavíkur í fyrra.



{mosimage}


{mosimage}

Share this Post