Hreinsi

/ maí 4, 2008

Sagt er að þeir sem borða mikinn fisk verði gáfaðir mjög. Þetta þekkjum við íslendingar vel. Á hinum Franska Brittaníuskaga í bæ sem Paimpol heitir eða Pempoull eins og hann er jafnframt kallaður, er hugvit mikið meðal íbúa. Bátasmíði og sjósókn er íbúum í blóð borin en þar um slóðir en sjósóknin hefur orðið minni hluti og hugvitið meira.

Frá umboðsaðilum þeirra fengum við þessar upplýsingar hér um nýjustu hugarafurð þeirra.
Þetta er bátur sem notaður er til að hreinsa hafnir, vötn, skurði og fleira af rusli, olíu og öðrum óþverra sem garnan fylgir nútímamanninum.

Einnig nýtist hann sem slökkvibátur og alhliða vinnubátur til dæmis fyrir kafara. Við sem umgöngumst hafnir þurfum ekki að fjölyrða um nauðsin þess að geta hreinsað úr þeim óþverrann. Hreinsi bátur þessi er til í mörgum stærðum sem hentar öllum aðstæðum. Einnig bjóða þeir stærri báta sem geta hreinsað heilu olíflekkina úti á sjó þegar mengunaróhöpp verða. Óhætt er að ráðleggja ábyrgðarmönnum hafna og mengunarmála að skoða þetta gaumgæfilega.

Share this Post