Hugið að landfestum

/ júlí 20, 2012

Von er á íslandsmeti í lægðadýpt á laugardag. Rok og rigning í austlægri vindátt. Þar að auki er stórstreymt. Vinsamlegast hugið að landfestum báta sem liggja við flotbryggjuna. Þeir sem nenna ættu jafnvel að færa sig á skjólsælli og öruggari stað í höfninni. Vinsamlegast varið útlendingana við sem eru hér staddir á skútum.

Gott er að fylgjast með veðurspánni á belgingur.is þar sem þessi mynd er tekin.

Share this Post