Hugmyndir um framtíð gömlu hafnarinnar

/ júní 7, 2009

Júlíus Vífill Ingvarsson hjá Faxaflóahöfnum hleypti um helgina formlega af stokkunum hugmyndasamkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Samkeppnin skiptist í tvennt: annars vegar skipulagshugmyndir fagaðila, arkitekta og skipulagsfræðinga, og hins vegar hugmyndir almennings sem skila má á ýmsu sniði. Skilafrestur er til 6. október næstkomandi.

Hægt er að nálgast upplýsingar um samkeppnina og önnur gögn á síðu Faxaflóahafna og Arkitektafélags Íslands.

Brokey hvetur að sjálfsögðu sína félagsmenn til að taka virkan þátt í samkeppninni enda mikilvægt að sjónarmið siglingaíþróttarinnar fái brautargengi í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>