Hugur kominn heim

/ júlí 22, 2016

Seglskútan Hugur, fyrsta skemmtiskútan sem hefur siglt umhverfis hnöttinn á íslenskum fána, kom til Reykjavíkur í gær (21.07.2016) kl. 17:00. Skútunni sigldu hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir sem fóru í hnattsiglinguna í tilefni af sextugsafmæli sínu og 40 ára brúðkaupsafmæli. Hnattsiglingin var keppni á vegum World Cruising Club og tók 18 mánuði. Síðast tóku þau þátt í ARC USA og hafa svo siglt með þremur öðrum skútum frá Halifax til Grænlands og nú Íslands.
Fjölmenni var í móttöku þeim til heiðurs á Ingólfsgarði í gær og gestum m.a. boðið upp á léttar veitingar ásamt ræðuhöldum. „Ég er komin heim“ í flutningi Óðinns Valdimarssonar var spilað í hljóðkerfi þegar skúturnar sigldu inn í höfnina.

Nokkuð hefur verið fjallað um ferðir þeirra og er hægt að finna frekari upplýsingar á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/27/aevintyrasigling_umhverfis_jordina 
https://www.worldcruising.com/world_arc/Boat.aspx?B=13654
http://brokey.is/?p=4386
http://brokey.is/wp-content/uploads/2015/03/Yacht-Artikel-ARC-2015.pdf
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20160721

20160721_170043

20160721_17035820160721_172235 20160721_170404 20160721_17224720160721_173857 20160721_173905 20160721_174249 20160721_174701 20160721_174706 20160721_172116 20160721_174726 20160721_195404 20160721_195412

Share this Post