Hvað vantar?

/ október 30, 2007

{mosimage}


Hvað vantar á þessa mynd?

Jú, þau hverfa eitt af öðru félagsheimili siglingamanna. Það mætti halda að um skipulagt einelti væri að ræða. Á þessa mynd vantar félagsheimili Ýmis sem eins og önnur félagsheimili siglingafélaga hefur fengið að standa óhreyft um árafjöld, ekki fyrir neinum. En nú víkja þau fyrir bryggjuhverfum og tónlistarhöllum. Félögin mega sín lítils gegn ofurfjármagni og -gróða enda rekin af hugsjónum einum saman og örfáum krónum. Gömlu gildin eru á undanhaldi. Við skulum vona að ný félagsaðstaða Ýmis rísi fyrr en seinna, því það er fleira verðmætt en fermetrar og steinsteypa.

Share this Post