Hvernig á að smíða víkingaskip

/ janúar 3, 2010

Siglingasamband Íslands fagnar nýju ári með fræðslukvöldi um nútíma víkingaskip.
Mánudagskvöldið 4. janúar 2010 segir Sigurjón Jónsson í Skipavík frá smíði nútima víkingaskips í Stykkishólmi. Víkingaskip Sigurjóns er um 16 metrar að lengd og búið fullkomnum reiða og öllum nútíma þægindum. Það má því segja að skipið sé sambland gamallar og nýrrar tækni. Skipið er fullklárað og fór í nokkrar reynslu siglingar í sumar. Að loknum fyrilestrinum og kaffihlé verða gefst tækifæri til að spjalla nánar við Sigurjón um skipið eiginleika þess og smíði.
Fyrirlestur Sigurjóns hefst klukkan 20:00 og fer fram á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal Engjavegi 6.
Aðgangseyrir er: kr 500

Share this Post