Íslands þúsund ár

/ desember 8, 2009

Nú er hægt að horfa á alla heimildarmynd Erlends Sveinssonar, Íslands þúsund ár, frá 1997 í lággæðum á vef Poppoli Pictures og líka kaupa hana þar á DVD. Myndin, sem segir frá einum dagróðri frá verstöð á Vestfjörðum um aldamótin 1900 eða þar um bil, er að hluta unnin upp úr myndefni sem gert var fyrir LÍÚ-myndina Verstöðin Ísland frá 1991.

Áhugamenn um siglingar á gömlu árabátunum ættu ekki að láta þessa framhjá sér fara, en þar sést meðal annars þegar menn stilla upp seglabúnaðinum og drífa upp tvö þversegl og fokku til að létta sér heimferðina af miðunum.

Annars er nokkur gróska í endurgerð gamalla íslenskra árabáta með seglum og jafnvel stærri seglskipa um allt land síðustu misseri, þróun sem er vel þess virði að fylgjast með.

Share this Post