Íslandsmót kæna 2020 – Úrslit

/ ágúst 13, 2020

Íslands­mót í sigl­ing­um kæna var haldið dagana 7. og 8. ágúst. Alls voru 30 kepp­end­ur skráðir og keppt var í þrem­ur flokk­um, þ.e. Optim­ist A, Laser Radial og Opn­um flokki.

Alls voru sigld­ar átta um­ferðir; fjór­ar á hvorum keppnisdegi. Siglt var í Foss­vogi og Skerjaf­irði og voru aðstæður eins og best varð á kosið.

Í flokki Optim­ist urðu úr­slit þau að Högni Hall­dórs­son varð í 3. sæti, Ólaf­ur Áki Kjart­ans­son í 2. sæti en Hrafn­kell Stefán Hann­es­son varð Íslands­meist­ari. Þeir keppa all­ir fyr­ir Sigl­inga­fé­lag Reykja­vík­ur –  Brokey.

Optim­ist A (f.v.) Hrafn­kell Stefán Hann­es­son, Íslands­meist­ari, Ólaf­ur Áki Kjart­ans­son í 2. sæti og Högni Hall­dórs­son í 3. sæti

Í Laser Radial varð Tara Ósk Markús­dótt­ir, Þyt í Hafnar­f­irði, í 3. sæti, Ísa­bella Sól Tryggva­dótt­ir, Nökkva á Ak­ur­eyri, í 2. sæti en Íslands­meist­ari varð Þor­lák­ur Sig­urðsson, einnig úr Nökkva frá Ak­ur­eyri.

Laser Radial (f.v.) Þor­lák­ur Sig­urðsson úr Nökkva Íslands­meist­ari, Ísa­bella Sól Tryggva­dótt­ir úr Nökkva varð í 2. sæti og Tara Ósk Markús­dótt­ir í Þyt í 3. sæti.

Úrslit í opna flokkn­um urðu þau að Aðal­steinn Jens Lofts­son frá Ými í Kópa­vogi varð í 3. sæti, Árni Friðrik Guðmunds­son úr Brokey í 2. sæti en Íslands­meist­ari í opn­um flokki varð Hólm­fríður Kol­brún Gunn­ars­dótt­ir, einnig úr Brokey.

Opinn flokkur (f.v.) Hólm­fríður Kol­brún Gunn­ars­dótt­ir í Brokey varð Íslands­meist­ari, Árni Friðrik Guðmunds­son úr Brokey varð í 2. sæti og Aðal­steinn Jens Lofts­son frá Ými í 3. sæti.

Sjá úrslit hér. Tímar í Opnum flokki hér.

Stjórn félagsins vill þakka sérstaklega öllum sjálfboðaliðum sem komu að framkvæmd mótsins.

Share this Post