Íslandsmót kæna 2020 – Úrslit
Íslandsmót í siglingum kæna var haldið dagana 7. og 8. ágúst. Alls voru 30 keppendur skráðir og keppt var í þremur flokkum, þ.e. Optimist A, Laser Radial og Opnum flokki.
Alls voru sigldar átta umferðir; fjórar á hvorum keppnisdegi. Siglt var í Fossvogi og Skerjafirði og voru aðstæður eins og best varð á kosið.
Í flokki Optimist urðu úrslit þau að Högni Halldórsson varð í 3. sæti, Ólafur Áki Kjartansson í 2. sæti en Hrafnkell Stefán Hannesson varð Íslandsmeistari. Þeir keppa allir fyrir Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey.

Optimist A (f.v.) Hrafnkell Stefán Hannesson, Íslandsmeistari, Ólafur Áki Kjartansson í 2. sæti og Högni Halldórsson í 3. sæti
Í Laser Radial varð Tara Ósk Markúsdóttir, Þyt í Hafnarfirði, í 3. sæti, Ísabella Sól Tryggvadóttir, Nökkva á Akureyri, í 2. sæti en Íslandsmeistari varð Þorlákur Sigurðsson, einnig úr Nökkva frá Akureyri.

Laser Radial (f.v.) Þorlákur Sigurðsson úr Nökkva Íslandsmeistari, Ísabella Sól Tryggvadóttir úr Nökkva varð í 2. sæti og Tara Ósk Markúsdóttir í Þyt í 3. sæti.
Úrslit í opna flokknum urðu þau að Aðalsteinn Jens Loftsson frá Ými í Kópavogi varð í 3. sæti, Árni Friðrik Guðmundsson úr Brokey í 2. sæti en Íslandsmeistari í opnum flokki varð Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, einnig úr Brokey.

Opinn flokkur (f.v.) Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir í Brokey varð Íslandsmeistari, Árni Friðrik Guðmundsson úr Brokey varð í 2. sæti og Aðalsteinn Jens Loftsson frá Ými í 3. sæti.
Sjá úrslit hér. Tímar í Opnum flokki hér.
Stjórn félagsins vill þakka sérstaklega öllum sjálfboðaliðum sem komu að framkvæmd mótsins.