Íslandsmótið að hefjast!

/ ágúst 7, 2009

Í dag hefst annað aðalsiglingamót sumarsins, Íslandsmótið í kjölbátasiglingum, í Kópavogi og Skerjafirðinum. Nokkrar áhafnir úr Brokey hafa sést æfa sig nær daglega úti á sundunum síðustu tvær vikurnar og lítur því út fyrir spennandi keppni.

Myndin hér fyrir ofan er frá keppninni í fyrra. Eins og sjá má hefði mátt blása byrlegar. Það lítur hins vegar út fyrir sæmilega þéttan sunnavind í ár.

Ef þið smellið á ‘Nánar’ er hægt að skoða yfirlit yfir Íslandsmeistara í kjölbátasiglingum frá 1982 samkvæmt fornleifanefnd Siglingasambandsins, ásamt silfur- og bronsverðlaunahöfum. Eins og sjá má er yfirlitið eilítið gloppótt og væri vel þegið ef minnugir gætu sett inn leiðréttingar eða viðbætur í athugasemdir fyrir neðan fréttina. Við birtum síðan uppfært yfirlit eftir helgina. Spurningin er bara hverjir munu skrifa nöfn sín á spjöld sögunnar næstu daga… 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>