Ísold fyrsti bátur til að hreppa gula fánann

/ maí 17, 2007

{mosimage}Ísold sigraði fyrstu þriðjudagskeppni sumarsins. Veður var gott SA 5-10 m/s og hélst þurrt nánast alla keppnina.


Sex bátar mættu til leiks, meðal þeirra voru nýliðar á Día og bjóðum við þá hjartanlega velkomna til leiks.


Sú breyting hefur orðið á að nú ætlum við að byrja fyrr í sumar og er fyrsta start kl 18.00.
Þetta olli talsverðum hamagangi…



á bryggjunni (kannski ekki nógu vel auglýst). Komu margir hlaupandi á síðustu stundu eftir að hafa fengið símtal “það er start eftir tíu mínutur settu allt í botn niður á höfn”. Flestir náðu þó á starlínuna á réttum tíma, mismunandi klárir þó í keppni.


Önnur nýbreytni þetta sumarið er að nú berjast bátarnir um gula fánann sem er afhentur sigurvegurum í lok hverrar keppni. Það ætti því ekki að fara fram hjá neinum hvaða bátur er bestur þá vikuna. Nú er stóra spurningin tekst Ísold að halda í gula fánann næsta þriðjudag ?

Úrslit þriðjudagskeppni 15.5.2007


1. Ísold 0.789 1:12:28

2. Lilja 0.988 1:15:25

3. Besta 1.055 1:16:17

4. Ögrun 1.010 1:19:53

5. Dia 0.815 1:21:31

6. Aquarius 1.001 1:34:38

Share this Post