Kappróðrabátar sjósettir

/ ágúst 10, 2009

Það var upplit á fólki þegar annar af hinum glæsilegu þýsku feræringum Brokeyjar var sjósettur í Nauthólsvík í gærkvöldi. Fimm manna vaskur ræðarahópur undir forystu Hróbjarts Þorsteinssonar græjaði bátinn upp og tók síðan snúning á honum úti á Fossvoginum þrátt fyrir að aðeins tveir um borð væru vanir ræðarar. Hinir fengu tilsögn í íþróttinni. Hróbjartur var við nám í Cambridge á Englandi og stundaði þessa íþrótt þar.

Svo er bara að vona að þetta verði upphafið að einhverju meira en ólympískir kappróðrar eru bæði glæsileg, tæknileg íþrótt og frábær líkamsrækt um leið… Myndir sem Kristján formaður tók í gærkvöldi er að finna í myndasafninu hérna vinstra megin.

Share this Post