Kappróðrar

/ mars 6, 2009

Kappróðrar eru íþrótt sem á sér langa og virðulega sögu. Lengi voru kappróðrar á hinum löngu rennilegu kappróðrabátum tengdir fyrst og fremst við háskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum, en þeir hafa verið Ólympíugrein frá 1962.

Kappróðrar eru stundaðir bæði sem hópíþrótt og einstaklingsíþrótt og líka sem líkamsrækt. Kappróðrar eru ein af fáum íþróttagreinum sem reyna jafnt á alla helstu vöðvahópa líkamans án þess að þurfa að notast við lóð. Keppt er gegn klukkunni, í liðakeppnum og einstaklingskeppnum.

Róðradeild Brokeyjar var stofnuð fyrir tilstilli Leones Tinganelli árið 1992 en hann var ræðari í landsliði Ítalíu áður en hann flutti til Íslands. Nokkur hópur af ungu fólki hóf æfingar undir hans handleiðslu og þau hafa náð frábærum árangri bæði hér innanlands og á erlendum mótum.

Brokey á dágott safn af kappróðrabátum; tvo feræringa með stýri og nokkra einæringa. Aðstaða til æfinga er í húsnæði félagsins í Nauthólsvík.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á brokey@brokey.is.

Share this Post