Kappsiglingafyrirmæli 17. Júní

/ júní 12, 2008

Kappsiglingafyrirmæli Þjóðhátíðarkeppni
Sjá hér fyirr neðan







EXTENDED APPENDIX L



 

Þjóðhátíðarkeppni

17.
júní 2008

Haldið
af Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey

á
sundunum við Reykjavík

 

KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI

 

1            REGLUR

1.1         Í
mótinu gilda Kappsiglingareglur ISAF The Racing Rules of Sailing.

1.2         Í
mótinu gilda einnig Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands

1.3         Einnig
gilda reglur ÍSÍ, reglur um búnað, lyf og reglur IRC.

1.4         Flokkareglur (class rules) gilda ekki.

1.5         Ef
íslenskar og enskar reglur stangast á þá glidir enska útgáfan. If there
is a conflict between languages the English text will take precedence.

 

2            TILKYNNINGAR
TIL KEPPENDA

              Tilkynningar
til keppenda verða birtar á heimasíðu félagsins www.brokey.is og hengdar upp á tilkynningatöflu
í félagsaðstöðu.

 

3            BREYTINGAR
Á KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLUM

              Breytingar
á kappsiglingafyrirmælum eru birtar fyrir klukkan 14:00.

 

4            MERKI
GEFIN Í LANDI

4.1         Merki
gefin í landi verða þar sem keppnisstjórn tilkynnir staðsetningu
sína fyrir  keppni. Mögulegt er
að notast við merkjafánastöng framan við Höfða.

4.2         Merkjaflagg
D ásamt hljóðmerki merkir ‘Viðvörunarmerki verður ekki gefið
fyrr en eftir að minnsta kosti 30 mínútur.

4.3         Keppnisstjórn
notar WHF talstöð á rás 6.

 

5            KEPPNISÁÆTLUN

5.1*       Sigld
er ein umferð sem ræst er klukkan 15:00

(a)     Keppni getur verið
felld niður eða frestað til annars dags samkvæmt ákvörðun
keppnisstjórnar.

(b)     Tímasetningar geta
breyst og eru tilkynntar á skipsstjórafundi.

 

7            KEPPNISSVÆÐI

              Keppnissvæðið
nær allt frá ytrihöfn Reykjavíkur, um öll sundin, að Brekkuboða í mynni
Hvalfjarðar að bauju númer 6 utan við Gróttu

 

8            KEPPNISBRAUTIR

8.1*       Keppnisstjórn
tilkynnir á skipsstjórafundi hvaða leið skuli sigla og fyrir hvaða
merki skuli farið.       

 

8.2         Keppnisbrautin
er teiknuð á kort í félagsaðstöðu. Það er á ábyrgð
hvers báts að afla sér upplýsinga um brautina.

 

9            MERKI

9.1         Merki
eru fastar siglingabaujur og eða baujur sem settar hafa verið út af
keppnisstjórn.

 

10          SVÆÐI
SEM ERU HINDRANIR

Eftirfarandi svæði eru hindranir: Allar eyjar á
svæðinu að meðtöldum grynningum út frá þeim sem og öðrum
grynningum. Allt land 10m frá sjólínu og dýpi sem er minna en 3,5m.

 

11          START

11.1       Keppnum
verður startað í samræmi við reglu 26 þar sem
viðvörunarmerki verður gefið 5 mínútum fyrir startmerki.

11.2*     Ráslínan verður
milli þess staðar sem keppnisstjórn hefur komið sér fyrir og
þeirrar bauju eða merkis sem tiltekin hefur verið á
skipsstjórafundi.

11.3       Bátar sem
ekki eru að starta skulu forðast rássvæðið.

11.4       Bátur sem
startar seinna en 15 mínútum eftir að hann átti að starta fær
skorið DNS eða startaði ekki. Þetta breytir reglu A4.

 

12          BREYTING
Á BRAUT

12.1       Keppnisstjórn getur breytt braut, stytt, eða breytt stefnu að
næsta merki. Slík tilkynning fer fram í VHF talstöð á rás 6.

 

13*        ENDAMARK

              Endamarkalína
er þar sem tiltekið hefur verið á skipsstjórafundi.

 

 

15          TÍMAMÖRK

15.1*     Nái
fyrsti bátur ekki að fyrsta merki innan einnar klukkustundar fellur keppnin
niður. Séu allir bátar enn að keppa klukkan 17:00 fellur keppni
niður.

15.2       Bátar sem ekki ná
að ljúka keppni innan tveggja klukkustunda eftir að fyrsti bátur siglir
brautina og kemur í mark fá skorið DNF og teljast ekki hafa lokið
keppni. Þetta breytir reglum 35 og A4.

 

16          FORMLEGAR
KVARTANIR OG BEIÐNI UM LEIÐRÉTTINGU

16.1       Eyðublöð
fyrir formlegar kvartanir eru fáanleg hjá keppnisstjórn. Þeim skal
skilað inn áður en kærufrestur er liðinn.                                         

16.2       Fyrir
hvern flokk er kærufrestur 60 mínútur eftir að síðasti bátur hefur
lokið keppni.

16.3       Keppendum sem aðilar eru að kæru, eða vitni er tilkynnt
það eins fljótt og mögulegt er. 

16.4       Keppnisstjórn
getur skipað einstaklinga úr hópi keppenda í kærunefnd og skulu þeir
ekki skorast undan því nema ríkar ástæður séu til staðar.                       

16.5       Kærunefnd
skal afgreiða kæru annað hvort, innan stundar eftir að hún berst
eða fyrir upphaf næstu keppni.

16.6       Brot á
fyrirmælum 11.3 og 18 er ekki ástæða til kæru frá bát, þetta breytir
reglu 60.1(a). Refsing fyrir brot á þessu getur verið minni en að
vera dæmdur úr leik ef kærunefnd kemst að þeirri niðurstöðu.          

16.8       Úrskurðir kærunefndar eru
endanlegir eins og segir í reglu 70.4.

 

17          STIGAGJÖF

17.1*     Notað
verður lágstigakerfi samkvæmt Viðauka A.              

17.2*     Sigld
er ein umferð.

 

18          ÖRYGGISREGLUR

18.1       Keppendur skrái
brottför og komu hjá keppnisstjórn.                               

18.2       Bátur
sem hættir keppni láti keppnisstjórn vita eins fljótt og mögulegt er.

 

19          SKIPT
UM ÁHÖFN EÐA BÚNAÐ

19.1       Skipta
má um búnað bátanna svo lengi sem það ógildir ekki IRC forgjöf.                      
                     

 

20          BÚNAÐAR
OG MÆLINGASKOÐUN

Skoða má bát eða búnað hvenær sem til að sannreyna
að hann standist IRC mælingu og kappsiglingafyrirmæli.

 

25          FJARSKIPTI

Bátur skal ekki eiga talstöðvarsamskipti meðan á keppni stendur
önnur en þau sem heyra má í öllum bátum. Þetta á einnig við um
farsíma. Keppnisstjórn getur þó og má koma upplýsingum til báta um
breytingar á braut, frestun eða aflýsingu keppna.

 

26          VERÐLAUN

Verðlaun verða gefin fyrir: Fyrsta til þriðja sæti
heildar úrslita útreiknað samkvæmt IRC.

 

27          ÁBYRGÐ

Þátttakendur taka þátt í mótinu algerlega á eigin
ábyrgð. Sjá reglu 4. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna tjóns
eða líkamsskaða eða dauða í tengslum við, á undan, eða
eftir eða meðan á keppni eða mótinu stendur.

 

28          TRYGGINGAR

Hver
bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til
þess tjóns sem orðið getur.

 


Share this Post