Keppni frestað

/ júlí 14, 2009

Það blés byrlega … full byrlega þennan þriðjudaginn. Áhöfnin á Dögun hafði ekki hjarta í sér að senda vini sína út að sigla og eiga á hættu að skemma eitthvað. En áhöfnin á Dögun sleppur nú samt ekki svona vel, hún mun taka að sér keppnisstjórn næsta þriðjudag og hefur lofað að hafa aðeins rólegri vind þá.

Þetta þýðir að skipulag keppnisstjórna hnikast til um eina viku. Það skal þó ítrekað að áhöfnum er frjálst að skiptast á dögum.

Dögun 21. júlí
Xena 28. júlí
Lilja 4. ágúst
Ögrun 11. ágúst
Dís 18. ágúst
Aría 25. ágúst
Sigurvon 1. september
Aquarius 8. september

 

Share this Post