Keppnisstjórar og keppnisstjórnir óskast !!!!

/ apríl 2, 2007

{mosimage}

Góðir félagar.


Nú er heldur betur farið að styttast í að siglingatímabilið hefjist.


Að venju kemur Brokey til með að sjá um fjölda keppna. Fyrst er að að telja þriðjudagskeppnir, Hátíð hafsins, Þjóðhátíðarmót, Faxaflóamót og síðast en ekki síst verður Íslandsmót kjölbáta á vegum Brokeyjar.


Til að framkvæmd verði með sem bestum og skemmtilegustum hætti þá viljum við endilega fá sem allra flesta til að koma að undirbúningi og framkvæmd þessara atburða.


Á næsta opna húsi sem verður þriðjudaginn eftir páska (10. apríl) er ætlunin að hafa umræður um keppnir sumarsins, hverju viljum við breyta, hvað má bæta og hvað er í góðum málum. Hugmyndin er einnig að búa til á þessum fundi keppnisstjórnir fyrir þessa keppnir.


Hvetjum við alla sem sem hafa áhuga á að vinna með okkur í því að gera keppnir sumarsins sem bestar og skemmtilegastar að mæta og þau sem hafa áhuga og tök á að bjóði sig fram, því margar hendur vinna létt verk.


Með bestu kveðjum

stjórn Brokeyjar

Share this Post