Klikkaðir íslendingar

/ nóvember 16, 2007

Þegar brjáluðu íslendingarnir tóku þátt í Skippers D’ Islande 2000 þá settu þau nokkur met í leiðinni. Eitt þeirra var nýtt hraðamet á skútu milli Íslands og Frakklands. Það met var slegið um eina klukkustund þrem árum síðar. Eitt stendur þó uppúr sem þeir voru stoltari af og meira hissa á en annað. Það var lengsta vegalengd á 24 klukkustundum. Þetta var auðveldlega skráð af þeim búnaði sem var um borð. Áhöfninni skildist sem svo að…

aðeins ein eins-skrokks skúta (monohull) í heiminum hefði farið lengri vegalengd á 24 tímum en Besta. Það var Silk Cut. Samkvæmt því á Besta enn heima á þessum lista:
Smelltu hér til að skoða listann.
Þetta minnir á orðin sem frakkinn um borð tuðaði stanslaust: „Kreisí æslanders“.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>