Kolbandbrjálsnarklikkað veður

/ október 9, 2009

Við erum búnir að sjá rúma 35ms á mælum hér í kring, rúma 50 hnúta á mælum í skútunum sjálfum í höfninni. Þið sem eruð ekki búnir að huga að skútunum ykkar ættuð að gera það núna. Það vantar líka mannskap niður á höfn til að fylgjast með og binda þegar spottar slitna. Veðrið á ekki að ganga niður fyrr en í kvöld. Við biðjum menn því að vera viðbúnir þegar fer að hækka í um kvöldmatarleytið.

Meira af myndum hér fyrir neðan.


 
 
 
 

 

Share this Post