Kranadagur 21 maí
Það er orðið ljóst að ekki er ástæða til að hafa sameiginlegan kranadag í Gufunesi fyrr en þann 21. maí.
Það tefst svo svakalega að moka upp úr höfninni, þar sem bryggjurnar verða að ljóst er að flotbryggjan verður ekki fest fyrr en um mitt sumar.
Þangað til er Brokeyjarskútum boðið að vera á nokkrum stöðum.
Allar bryggjupantanir verða að fara í gengum stjórn félagsins.
Þeir sem vilja, geta einhversstaðar nærri næstu mánaðarmótum verið við nýja bryggju á Akranesi, þegar hún er tilbúin, á meðan það er pláss.
Þeir sem vilja, geta verið við nýju bryggjuna sem kemur í norðurhöfnina (þar sem olíudælurnar eru), þegar hún er tilbúin, á meðan það er pláss.
Þeir sem vilja, geta fengið pláss sem losna við bryggjurnar hjá hvalaskoðunarbátunum, þegar bátar þar færa sig í norðurhöfnina, á meðan það er pláss.
Þeir sem vilja, geta lagst á bæði trébryggjuna og öldubrjótinn hjá okkur, á meðan það er pláss.
Í næstu viku, fyrir helgi verður vonandi búið að setja bryggjuna okkar hinum megin við Faxagarðinn, á meðan það er pláss. (Varðskipin eru auðvitað öll í útleigu í landamæravörslu á vegum evrópuþjóða.)
Það er sem sagt allt gert til að reyna að leysa málið en svona er staðan.
Fundargerð fundarins er hér fyrir neðan.
Minnispunktar eftir fund um hafnaraðstöðu Brokeyjar þann 12.5.2011.
Fundurinn var haldinn hjá Faxaflóahöfnum og hófst kl.13. Gísli Jóhann Hallsson og Jón Þorvaldsson tóku á móti Kristjáni, Snorra og Baldvin, af hálfu Brokeyjar.
- Tilefni fundarins er að ræða þá stöðu sem upp er komin varðandi Austurbugt og þær tafir sem upp eru komnar á framkvæmdum við endursmíði Ingólfsgarðs og það að langt er í land að dýpkun Austurbugtar fyrir framan Hörpu ljúki. Uppsetning flotbryggju í Austurbugt er ekki gerleg fyrr en að dýpkun er að fullu lokið. Fyrstu 20 m trébryggjunnar verða tilbúnir um hádegi á morgun. Næstu 10 m 10-15 dögum síðar, allt innan skarðs, en bryggjan öll ekki fyrr en í lok júní eða byrjun júlí. Síðasta sending af timbri kom 5-6 maí. Búið er að reka flesta staura niður um göt á gömlu bryggjunni.
- Það þarf að steypa kant utanvert við steinþilið bak við trébryggjuna, auk þess veggjar sem var gerður og sást innan þils. Gera þarf þil samsíða garðinum til að vinna þetta verk á þurru. Þetta tefur smíði trébryggjunnar.
- Aðalorsök tafanna er þó sú að ekki eru til nógu stór-/hrað- virk tæki til að moka upp fyllingu sem enn er í Austurbugt. Perlan náði ekki nema fínasta efninu og þótt búið sé að moka upp um 14.000 m3, eru enn 10.000 m3 eftir. Og eina tækið sem hægt er að koma að þessu verki er svokölluð Teskeið, gömul 40 t Komatsu grafa, sem afkstar um 300 -350 m3 á dag miðað við vinnu frá 8-18. Hún gæti náð 400 -500 m3 á dag, ef farið verður í að vinna á vöktum. Og ef hún bilar ekki að ráði. Einnig á hún eftir 10 daga verk í Norðurbugt. Þetta verk klárast því ekki fyrr en í júlíbyrjun. Tíu vikna vinna alls.
- Miðað er við að dýpið í Austurbugt verði um 5 m á fjöru. Björgun vinnur verkið, sem undirverktaki ÍAV.
- Faxamenn eru með nokkrar lausnir fyrir okkur: Plan B var það, að setja bryggjuna okkar utar á Ingólfsgarð, gengur ekki því það hamlar vinnu við uppgröft úr bugtinni.
- Plan C væri, að það er verið að setja niður 80 metra flotbryggju á Akranesi, samsíða þeirri sem þar er fyrir. Hún verður tilbúin undir næstu mánaðamót. Tekur 30 báta. Okkur er velkomið að nota hana.
- Plan D er ný aðstaða smábáta við Norðurbugt. Hún átti að verða tilbúin 8.7., en gæti orðið fyrr ef verkinu á Akranesi er flýtt, jafnvel um 25.6.2011. Tekur 24 báta..
- Plan E er að setja okkar bryggju, sem er 103 m að lengd, samsíða Faxagarði sunnanvert, án útleggjara. Auk þess má leggja bátum gesta(tréflot)bryggjuna á Ingólfsgarði og jafnvel við öldubrjótinn, þegar vel viðrar. ST ræðir við Hermann um útfærslu á aðkomu að henni. Það gæti gerst síðari hluta næstu viku þannig að hífing færi fram aðra helgi. Aðstaða fyrir skútur við flotbryggju við Faxagarð er með þeim fyrirvara að bílastæði eru eingöngu á afmörkuðu bílastæði á Miðbakka eða við austurenda Tollstöðvar. Miðbakki, Austurbakki og Faxagarður eru lokaðir fyrir umferð og þar eru engin bílastæði leyfð.
- 8 stk af 10-11 m löngum viðbótarútleggjurum koma 20 -25 maí. Einnig frá KrÓla.
- Endanlegri staðsetningu á okkar bryggju verður ekki lokið fyrr en um miðjan júlí.
- Rætt var um hættu á endurkasti af sléttum steinveggjum. Varnarleysi Hörpu við hugsanlegum árekstrum, bílastæði (ekki má leggja bílum á Faxagarði) og aðgengi að félagsheimili á Ingólfsgarð, sem er strembið.
- Brokeyjarmenn munu svara sem fyrst frekar um þessa kosti sem hér voru nefndir og ákvarðanataka hjá stjórn um hvar bátar félagsmanna vistaðir.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl.14.20.
Snorri Tómasson ritaði fundargerð.