Kranadagur 23. apríl 2016

/ apríl 18, 2016

Kranadagur er 23. apríl og gert er ráð fyrir að byrja kl. 15:00, menn eru samt beðnir um að mæta fyrr og undirbúa sýna báta.
Þeir sem óska eftir plássi við Ingólfsgarð í sumar eru beðnir að staðfesta það með því senda póst á brokey@brokey.is fyrir 20.apríl. Tilgreina þarf nafn báts, umsjónarmann/tengilið, símanúmer og kennitölu greiðanda.
Gjald verður það sama og í fyrra. Þeir félagsmenn sem voru við bryggjuna í fyrra og eru einnig með staðfesta umsókn hafa forgang.

Bryggjudagur er sumardaginn fyrsta (21. apríl) frá kl. 10 til 12. Við hvetjum félagsmenn að mæta niður á bryggju og hreinsa gróður af bryggjunni ásamt öðru viðhaldi. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.

Stjórnin.

20160416_12471620160417_145505

Share this Post