Kranadagur á laugardag

/ apríl 23, 2018

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og allt klárt að hífa í sjó. Kranadagur verður næsta laugardag þann 28. Háflóð er kl. 17:45 svo það er best að fólk mæti fyrir kl. 16:00.

Verð fyrir hífingu er 15 þúsund á bát, greitt með reiðufé á staðnum.

Við minnum á að fólk láti vita ef það vill fá bryggjustæði. Við minnum líka á að gjaldskránni hefur verið breytt til samræmis við gjaldskrá Faxaflóahafna með afslætti fyrir 6 mánaða stæði. Þetta ætti að þýða lækkun bryggjugjalda (jafnvel verulega) fyrir marga.

 

Share this Post