Kranadagur á laugardag

/ apríl 29, 2015

Kranadagur04.10.08 021Nú er sumarið loksins að koma og ekki seinna vænna að setja á flot. Kranadagur verður á laugardag 2. maí. Kraninn mun koma kl. 14:30 og fyrstu bátar fara niður kl. 15:00 en háflóði er spáð um sexleytið. Veðrið lofar góðu miðað við spána í dag (fimmtudag) en þó er líklega vissara að klæða sig vel.

Greiðsla bryggjugjalda og afhending lykla verður síðan á Ingólfsgarði.  Rétt er að taka fram að bryggjugjöld hafa ekki hækkað síðan í fyrra.

Félagsfundur sem var boðaður um kvöldið frestast til þriðjudags þar sem salurinn er í útleigu á laugardagskvöld. Fyrsta þriðjudagskeppnin er sama dag kl. 18:00 og er spáð góðri 6 m/s norðanátt og 6 stiga hita.

Share this Post