Kranadagur fyrri

/ maí 27, 2011

Fyrri kranadagur sumarsins fór fram síðdegis í gær og gekk prýðilega. Þrjár skútur komust á flot: Dögun, Stína og Sigurvon, og lögðu við flotbryggjuna hjá Faxagarði bak við hliðið hjá Landhelgisgæslunni. Ætlunin er að halda annan kranadag þegar komin verður aðstaða við bryggju í norðurbugt. Hins vegar er því miður ekki að vænta að flotbryggja við Ingólfsgarð komist í gagnið fyrr en seint í júlí. 

 Hægt er að skoða fleiri myndir undir tenglinum Myndasafn bakborðsmegin.

Share this Post