Kranadagur, LokaBrok og fleirra

/ september 10, 2015

Dagskrá:
19. sep Hreinsunardagur í Nauthólsvík. Mæting kl. 10:00. Taka á til í stóru skemmunni.
3. okt Hreinsunardagur í Gufunesi. Mæting kl. 10:00
10. okt Kranadagur (til vara 17. okt). Mæting er á Ingólfsgarði kl. 13:00 en háflóð verður um fimmleitið. Byrjað að hífa fyrstu báta kl. 15:00. Þeir sem ætla upp vinsamlega sendið póst á brokey@brokey.is og staðfestið þátttöku.

Um kvöldið á kranadag ætlum við svo að gera okkur glaðan dag í félagsheimilinu á Ingólfsgarði. LokaBrokið hefst kl. 20:00 (til vara 17. okt). Við leitum að áhöfn til að sjá um kvöldið, endilega sendið póst á brokey@brokey.is ef vilji er fyrir hendi að taka að sér umsjón um kvöldið.

 Flóðatafla Háflóð Háflóð
10. okt 17:12 / 3.6 m
17.okt 8:30 / 3.7 m 18:46 / 3.4 m

Við minnum á að flotbryggjunni verður lokað 1. nóvember, en þá eiga allir bátar að vera komnir annað.

PA160015

Share this Post