Kranadagurinn gekk vel
Kranadagurinn gekk mjög vel á laugardaginn í ágætis veðri. Arnar Freyr stjórnaði aðgerðum á landi og síðustu bátarnir fóru á flot um kl. 18. Það var tímataka á öllum hífingum og í ár var það áhöfnin á Norninni sem sigraði glæsilega á sléttum 5 mínútum og þeir fengu „gull“ að launum.
Ögrun lenti í smá vandræðum með vélina og því þurfti að draga þá af stað en þeir sigldu svo inn í höfnina á segli.
Þegar bátar komu í land var boðið upp á grillaðar pylsur og aðrar léttar veitingar og stóð gleðin fram yfir miðnætti.