Kynning á seglskútunni No Way Back

/ ágúst 20, 2016

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 16:00 verður kynning á Seglskútunni No Way Back hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey á Inólfsgarði. Skipstjórinn Pieter og aðstoðamaður hans Tim Carrie munu fjalla um bátinn og komandi Vendée Globe siglingakeppni sem Pieter Heerema  er að fara að taka þátt í.

Vendée Globe er ein erfiðasta siglingakeppni heims.  Þátttakendur sigla einir síns liðs kringum jörðina og mega ekki koma í land eða þiggja neina hjálp á leiðinni.

Við hvetjum alla áhugamenn um siglingar til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.

20160819_172834

20160819_172900 20160819_173151 20160819_173204 20160819_173215 20160819_173449

 

Share this Post