Ljóðaslamm á Vetrarhátíð

/ október 19, 2008

Það er full ástæða til að ýta þessu framar á síðuna. Þetta er mest skoðaði linkurinn frá upphafi eða rúmlega 12 þúsund. Það eina sem er oftar skoðað er vefmyndavélin með rúmar 26 þúsund skoðanir.
Þetta fjallar ekkert um siglingar en er bara algjör gargandi snilld.


Halldóra Ársælsdóttir sigraði í fyrstu ljóðaslammskeppni Borgarbókasafns sem haldin var á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar, fimmtudaginn 7. febrúar 2008.

Halldóra, sem er 15 ára, söng eigið ljóð sem heitir Verbréfadrengurinn við lagið Litli trommuleikarinn og spilaði hún sjálf undir á gítar. Ljóðið fjallar um raunir titilpersónunnar á nokkuð kómískan hátt og skapaðist skemmtileg spenna milli ljóðsins og lagsins sem Halldóra valdi að syngja það við.

Í dag er ljóst hversu kaldhæðnislega sannspá hún var…Share this Post