Ljósanæturkeppni – úrslit

/ september 6, 2009

Hin árlega Ljósanæturkeppni fór fram laugardaginn 5. september. Keppt var um hinn glæsilega Sparisjóðsbikar. Átta bátar tóku þátt í keppninni og kepptu í tveimur flokkum, bátum með forgjöf undir 0,970 og bátum yfir 0,970. Dögun vann heildarkeppnina með aðeins 45 sekúndur á Aquarius sem sigraði í sínum flokki. Ótrúlega lítill munur í svona langri keppni. Vindur var dyntóttur og snérist oft. Stundum sáust bátar sigla hlið við hlið, annar á beitingu en hinn á belg.

Því miður höfum við engar myndir frá mótinu. Þeir sem tóku myndir mega endilega deila þeim með okkur. Sendist til maggiara@mac.com

Flokkur Bátur  Marktími     Forgjöf    Umreikn. tími     Sæti
           
Minni bátar   Dögun 15:35:50 0,840 05:07:18 1
  Sigurvon   15:35:40 0,950 05:47 2
  Skegla 17:04:20 0,954 07:13 3
  Ásdís Hætti 0,840    
           
Stærri bátar    Aqarius 15:08:40 0,998 05:08:03 1
  Xena 14:56:30 1,053 05:12 2
  Lilja 15:25:00 0,985 05:20 3
  Aria 16:09:35 1,023 06:16 4
           
Í heildina vann Dögun og hlaut því Sparisjóðsbikarinn  
  Dögun 15:35:50 0,840 05:07:18 1

Share this Post