Ljósanótt í Reykjanesbæ

/ júlí 12, 2006

Hin árlega ljósanótt verður haldin um mánaðarmótin ágúst-september. Þó enn sé ekki búið að birta dagskrá, þá höfum við fregnað að mikið verði gert fyrir skemmtibáta. Bryggjan við Duus-húsið verður rýmd fyrir skemmtibáta og vonast menn til að sjá sem flesta skemmtibáta af höfuðborgarsvæðinu. Reist verður svið við bryggjuna, nokkurs konar brekkusöngur verður í skútanum hinum megin við bryggjuna og einnig að til stendur að heilgrilla naut á teini.


Það verður því ekki í kot vísað þessa helgi og ættu menn að merkja helgina inn á dagatalið!!!

Share this Post