Lokamót kæna 2013 – Tilkynning um keppni

/ ágúst 19, 2013

31. ágúst 2013
Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans

Tilkynning um keppni

1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:

 • Kappsiglingareglum ISAF
 • Kappsiglingafyrirmælum SÍL
 • Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2. Auglýsingar

 • Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum
 • Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði

3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

 • Optimist A flokkur
 • Optimist B flokkur
 • Laser standard
 • Laser radial
 • Laser 4,7
 • Topper Topaz
 • Opnum flokki fyrir aðrar kænur en Optimist og verður þar keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL

Flokkar geta breyst samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar og verður þá tilkynnt fyrir skipstjórafund.
 Allar kænur skulu bera seglanúmer samkvæmt reglum SÍL.

4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 miðvikudaginn 28. ágúst með tölvupósti á skraning@brokey.is. Taka þarf fram nafn keppenda, seglanúmer báts, bátstegund, félag sem keppt er fyrir og flokk.
Þó er hægt er að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjald. 
Greiða má þátttökugjald inn á reikning 516-26-11609 Kt: 681174-0449 og senda tilkynningu á skraning@brokey.is eða greiða á staðnum.

5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 2.000. 
Gjaldið hækkar í kr. 2.500 ef skráning berst eftir kl 21:00 miðvikudaginn 28. ágúst.

6. Tímaáætlun
31. ágúst:

 • Móttaka þátttökugjalds og afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 08:30–09:00
 • Skipstjórafundur kl. 09:00
 • 
Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni kl. 10:00
 • Ekki verður ræst eftir kl. 16:00
 • Gert verður stutt hlé þar sem keppendur geta farið í land til að borða hádegishressingu.
 • Stefnt að því að sigla 3 til 5 umferðir.
 • Eftir keppni verða veitingar sem eru innifaldar í þátttökugjaldi.

7. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund í aðstöðu félagsins að Nauthólsvegi 100.

8. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.

9. Keppnisbrautir
Keppnisbrautum verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.

10. Stigakerfi

 • Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum
 • Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, verði sigldar fleiri umferðir kastar hver keppandi sinni lökustu keppni

11. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvkum.

12. Bátar þjálfara og áhorfenda
Bátar þjálfara og áhorfenda verða leyfðir á afmörkuðum svæðum við keppnissvæðið. Nánari upplýsingar verða gefnar við afhendingu siglingafyrirmæla.

13. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.

14. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Brokeyjar í Nauthólsvík, Nauthólsvegi 100, strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.

15. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

16. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Ólafi Má í síma 896 3565 eða með tölvupósti á skraning@brokey.is og hjá keppnisstjóra Brokeyjar, Jóni Pétri í síma 694 2314 eða með tölvupósti á jp.fridriksson@gmail.com

Siglingafélag Reykjavíkur — Brokey
Nauthólsvík

Share this Post