Lokamótið

/ september 8, 2012

Af þessari mynd mætti ætla að Lokamótið hefði tekið heila eilífð. En svo var alls ekki. Skömmu síðar frískaðist vindur vel, svo vel að á belgleggnum frá Akureyjarrifi og inn á Fossvog áttu áhafnir fullt í fangi. Það hlýtur að vera sæmilegur vindur ef yfir 9 hnútar sjást á hraðamæli á nánast dauðalensi. En svo lægði vind eftir því sem innar dró á Fossvoginn. Síðasta mílan reyndist sumum bátum erfið, vindur dansandi og bátar misheppnir með vind. Heldur var það seinni/hægfara bátum í hag. 

Það var Ýmir sem sá um Lokamótið og gerði það með sóma. Keppnisstjórn var í höndum Ólafs Bjarnasonar, Péturs Jónssonar og Eyþórs Aðalsteinssonar. Kunnum við þeim bestu þakkir. 

Úrslit Lokamótsins má sjá hér

Share this Post