Loksins komin í verslanir

/ desember 3, 2008

Spíttbáturinn á sannarlega skilin titilinn glæpasaga aldarinnar. Lesið hina hrollvekjandi sögu um litla bátinn sem var sendur beint í gin lögreglunnar og stóra bátinn sem flutti varninginn heim. Stefán Eiríksson er skrifaður fyrir þessari sögu en heimildavinnuna má þakka frægum siglara sem ekki vill koma fram undir nafni. Dulnefni hans er Kapteinn Krókur du la France. Toppurinn á frásögninni er hvernig dularfullur hópur manna eignaðist spíttbátinn fyrir minna en ekki neitt í lokin. Leyndardómur aldarinnar liggur í afdrifum Spíttbátsins sjálfs – ótrúlegum örlögum.
Kolbrún Bergþórs gefur meistaraverkinu ****, Katrín Jakobsdóttir ***, DV ***, Mbl ****.
Verð 4350 kr.

Share this Post