London Boat Show Dagur 1.

/ janúar 11, 2008

{mosimage}Þá er fyrsta degi á Collins Stewart London Boat Show lokið. Í stuttu máli sagt er allt of mikið að sjá og gera til að segja frá í stuttu máli.

Dagurinn hófst á því að skoða hitt og þetta, allskonar dót.

Það sem helst stendur uppúr eftir daginn er…


að bera saman nokkrar gerðir af skútum.

Til að byrja á toppnum er rétt að byrja á hinum dönsku X-Yachts. Þeir lifa alveg eftir reglum víkinganna að nota aðeins topp græjur og að hafa allt eins og best verður á kosið. Frábær frágangur á öllu hreint út sagt og fyrsta flokks græjur. Yndislega fallegur harðviður í innréttingum og frágangurinn á öllu gallalaus. Til í öllum stærðum og verðum. Verðið er líka eftir því. X-34 Classic 87þúsund pund. Meiri upplýsingar eru á www.xyachts.dk

Lítum svo á Elan svona til samanburðar. Sambærilega hraðskreiður bátur en að mestu leiti plast í innréttingum frekar en viður. Bátur sem skilar sínu hlutverki sem skúta en ekki alveg til að sýna hvað maður á flottan bát, að innan. Jafn flottir að utan samt, kannski er það nóg. Til í öllum stærðum og verðum. Verðið er þekkt fyrir að vera í lægri kantinum frá 65þúsund pundum.

Við fórum saman að skoða Bavaria 34 og fleiri. Skemmtileg smíði þar á ferðinni og í rauninni eini skynsamlegi valkosturinn fyrir almenning. Þetta eru fjöldaframleiddir bátar í verksmiðjum. Gæðin eru ekkert minni, það er bara notað mikið meira af vélbúnaði eins og vélmennum og þessháttar við framleiðslu bátanna. Það gerir auðvitað mögulegt að lækka verðið. Fínir bátar á fínu verði, því miður gleymdi ég að fá verð á bátnum en hann stóðst skoðun okkar allra þrautrenyndra skútusiglara.

Á morgun er ætlunin að skoða bátana sem eru á floti í Thames ánni og skoða kænurnar svolítið betur.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Það sem ég, fréttaritarinn vel sem merkilegasta fyrirbæri sýningarinnar er Gyb’Easy frá Wichard. Einfaldur búnaður til það stoppa bómuna í kúvendingu og láta hana svo fara „rólega“ yfir á hitt borðið. Einföld uppfinning sem á eftir að bjarga mörgum mannslífum og koma í veg fyrir fjölmörg slys. Ætti að vera skylda á ölllum skútum. Dótið er samt verðlagt heldur hátt 184pund.

Share this Post