Lumar þú á hugmynd um höfnina?

/ febrúar 19, 2009

Í kvöld 19. febrúar kl. 17-19 verður enn á ný kynningarfundur um skipulag hafnarsvæðisins í Reykjavík og hugmyndasamkeppnina sem Faxaflóahafnir hafa blásið til. Fundurinn er í Loftkastalanum eins og um daginn en þessi verður styttri og með ögn léttara sniði. KK mun skemmta gestum í byrjun og í lokin verður myndlistarsýning. Boðið verður upp á barnahorn fyrir yngstu gestina.

Brokey hvetur að sjálfsögðu alla félagsmenn sem geta til að taka þátt og fylgjast vel með þessum hugmyndum, enda snertir þetta aðstöðuna okkar beint. Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vef Faxaflóahafna hér.

Hérna fyrir neðan sjást hreyfimyndir af Austurbugt og Transit Camp í Nauthólsvík sem sýnir þróun þessara staða frá 2001, en frá þeim tíma hefur aðstaða Reykvíkinga til skútusiglinga hvort sem er á kjölbátum eða kænum versnað mjög miðað við fyrri ár.

Share this Post