Mætir Gulli líka?

/ ágúst 11, 2009

Það er óumdeilt að Hafsteinn Ægir Geirsson eða haffi eins og hann er oftast kallaður er sennilega besti skútusiglari landsins, enda þjálfaður árum saman sem einn af afreksmönnum íþróttasambands íslands. Spurningin er hversu vel gengur honum þegar hann mætir til keppni án þess að æfa sig hætishót. Hann er nýorðinn íslandsmeistari í fjallahjólreiðum og ætlar nú að taka þátt í íslandsmeistaramóti á kænum næstu helgi.

Hér er haffi að klappa Laser bát í leynilegri aðstöðu einhversstaðar. Myndin er fengin af fésbókarsíðu haffa. 

 

Maður spyr sig bara; mæta þá Gunnlaugur Jónasson og Jóhannes Ævarsson líka? Að ólöstuðum þeim sem æfa lasersiglingar í dag þá væri virkilega hægt að taka grimma keppni ef nokkrir virkilega góðir myndu mæta. Það væri nú líka allt í lagi að sjá Rúnar Steinsen og Aðalstein og nokkra gumma og fleiri góða takast á…

Share this Post