Maður fyrir borð!

/ janúar 21, 2007

Hér er stórskemmtileg myndasería sem tekin var í keppni frá Reykjavík til Hafnarfjarðar fyrir um það bil 25 árum síðan.

Óttarr, Stefán, Erla, Ingi, Baldvin

 Við ætluðum að kúvenda og vorum með annan belgseglspól tilbúinn.

Svo bara splass og ég lá í sjónum.
Örin bendir á stígvélið mitt.
Þarna hékk ég með fótinn fastan í einhverjum spotta og dróst öfugur á eftir bátnum.
Sjórinn flæddi inn um jakkann að neðan og út um hálsmálið að ofan.
Náði að losa fótinn og handlangaði mig svo aftur með bátnum þar sem Stebbi Stef kippti mér um borð. Það er Ingi heitinn sem stendur við mastrið og Erla er í lúgunni, held ég.

Fljótlega var belgseglið tekið niður og þegar það var komið á sinn stað, sáum við Stebba sitja við stýrið með handklæði á andlitinu.
Óttarr hafði dottið aftur fyrir sig við að taka belgseglið inn.
Um leið og hann féll aftur á bak þá rak hann olnbogann af fullu afli í nefið á Stebba sem auðvitað nefbrotnaði.

Eftirá er þetta eitt fyndnasta atvik sem ég hef lent í.

Share this Post