Maltese Falcon er á leiðinn til landsins

/ apríl 1, 2015

Ein stærsta og flottasta skúta heims, Maltese Falcon (88 metra) er væntanleg til Reykjavíkur í hádeginu í dag (um kl. 12:30). Hún stoppar þó stutt því samkvæmt skipstjóra hennar, Robert Bell, þá er einungis stoppað til að taka vistir og skipta um áhöfn. Áætlað er að legga úr höfn kl. 18:00 í kvöld, en verið er að ferja skútuna til Bandaríkjanna. Siglingafélag Reykjavíkur mun bjóða upp á kaffi og vöfflur á milli kl. 13 og 14 í dag og gefst fólki tækifæri til að ræða við áhöfnina.

Maltese_Falcon

Share this Post