Medalíur

/ september 16, 2006

Sá hallærislegi siður virðist hafa orðið til að veita ekki öllum keppendum viðurkenningu eins og tekið er fram í kappsiglingafyrirmælum móts. Oftast eru til fimm verðlaunapeningar. Oftast eru fleiri en ein áhöfn með fleiri en fimm manns um borð. Sá sem afhendir verðlaunin lofar alltaf að láta búa til fleiri en það verður eins og loforð stjórnmálamanns, einskis virði. Hallærislegast er að veita ekki nægilega mörg verðlaun fyrir fyrsta sætið. Flestum er meira sama um annað og þriðja.

Er ekki rétt að reyna að koma þessum málum í betra horf?

{moscomment}

Share this Post