Meidei?

/ júlí 18, 2007

{mosimage}“Meidei, meidei, meidei, þyrla í sjónum.“ Heyrðist á rás 16 í VHF talstöðinni á mánudagskvöld um kl:18:45. Skömmu síðar kom staðsetningin: Út af straumsvík. „Við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera. Báturinn gengur rúma 22hnúta, við hefðum komist þangað á svona 20 mínútum.“ Sagði viðmælandi okkar. Eftir smá stund komu upplýsingar í talstöðinni sem hljómuðu þannig að allir hefðu komist lífs af og ekkert stórmál væri í gangi. „Það sem við erum hins vegar ekki alveg sáttir við er…


hversu litlar upplýsingar bárust. Við hringdum í aðila hjá Siglingaklúbbnum Þyt enda eru allir siglingaklúbbar alltaf með öryggisbát tilbúinn á floti. Sá bátur var auðvitað fyrstur á staðinn.“ Síðar kom í ljós að það var björgunarskip og minni bátur á staðnum þegar þyrlan fór í sjóinn og í raun lítil hætta á ferðum. Þannig séð. Við erum ekki alveg sáttir við sjálfhverfni þessara aðila, gæslunnar og hjálparsveitarinnar, við hefðum viljað vita í upphafi að það var björgunarskip á staðnum og allar græjur og í raun ekki þörf á frekari aðstoð nærliggjandi báta. Þeir létu þó vita að öllum hefði verið bjargað.
Hefðum við verið nær þá hefðum við sett allt í botn og stefnt beint á staðinn. En við vorum frekar langt frá og ákváðum að treysta á hjálparsveitina í Hafnarfirði og hringja í siglingaklúbbinn, því við vitum að það gerir það aldrei neinn, þótt þeir séu líklegastir til að vera fyrstir á vettvang.“
Vita gæslan og hjálparsveitin ekki hvernig á að vinna svona mál? Það er ekkert grín að senda út neyðarkall þegar þess er í raun ekki þörf. Það hljómaði eins og þyrluflugmaðurinn sendi það út, gott hjá þeim sem kallaði á hjálp, en þeir sem voru á staðnum hefðu nú mátt láta öll skipin í flóanum vita, sem stefndu til Straumsvíkur á fullri ferð, að aðstoð hefði þegar borist.
Gott að þetta fór vel, það eiga margir þessari þyrlu og áhöfn hennar líf sitt að þakka. Vonandi líður ekki langur tími þar til önnur fæst í staðinn.

Share this Post