Menningarnótt

/ ágúst 17, 2006

{mosimage}Opið hús verður hjá Brokey á Menningarnótt. Klukkan 22:31 hefst stærsta flugeldasýning í sögu Íslands. Flugeldunum verður skotið upp af varðskipi sem mun liggja við ankeri fyrir utan Sólfarið.


Til stendur að skreyta skútur ljósaseríum og sigla í kringum varðskipið, þó ekki of nálægt. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri uppákomu eru beðnir að hafa samband við Magga Ara (821 3570) eða Baldvin (897 3227) svo hægt sé að útvega ljósaseríu á bátinn.


Auk þess munu þeir sem taka þátt fá blys til að tendra við upphaf flugeldasýningarinnar.

{moscomment}

Share this Post