Miðjarðarhafið brellið

/ nóvember 12, 2007

{mosimage}
Óvæntir lognpollar og breytilegir vindar eru algengir í vesturhluta Miðjarðarhafsins. Veðurspámenn segja þetta eitt versta svæði veraldar, það sé svo vont að spá þarna…Á þessu hafa tvímenningarnir fengið að kenna. Fimm bátar fóru A fyrir Ibiza og eru nú fremstir í nokkuð þéttum hnapp. Þrír bátar ætluðu vestan við Ibiza og hafa minna komist áfram þar og eru nú 15-25 sm á eftir fyrsta bát.
Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Brokeyjarvininum Servane. Þau urðu síðust í startinu og fengu fljótlega á sig hægari vind en hinir. Þá gerðu þau mistök og reyndu að fara dýpra en drógust þá langt aftur úr hinum. Þetta varð aftur til þess að þau lentu í algjörum lognpolli þegar þau komu að síðustu bauju við baðstrandabæinn Sitges. Nú eru þau einhverjum 80 sjómílum á eftir fyrsta bát.
Menntabáturinn er lang elsti bátur keppninnar eða frá árinu 2000. Það og hvað þeim gekk illa í byrjun gæti bent til þess að undirbúningur hafi ekki verið sem skyldi, kannski út af skorti á fjármagni.

Það er þægilegt að fylgjast með þessari keppni á vefsíðunni http://www.barcelonaworldrace.com/

Share this Post