Miðsumarmót kæna – úrslit og myndir

/ júní 16, 2014

20140615_113614

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey hélt um helgina Miðsumarmót Kæna 2014. Keppnin fór fram fyrir utan aðstöðu félagsins við Ingólfsgarð. Brautin var þríhyrningur þar sem bauja 1 var fyrir utan Nýherja, bauja 2 var rétt við Engey og bauja 3 var við Sólfarið. Optimist bátar tóku þríhyrning en Opinn flokkur sigldi þríhyrning og pulsu. Algert log var á laugardeginum og keppni því frestað til sunnudags. Skipstjórafundur var kl. 9 á sunnudagsmorgun og ljóst að keppnin yrði skemmtilega því mjög stöðugur 5–6 m/s til að byrja með en aðeins dró úr vindi þegar leið á daginn. Alls voru sigldar þrjár umferðir og allir keppendur voru gríðalega ánægðir þegar komið var í land eftir góðan siglingadag. Við verðlaunaafhendingu var boðið upp á veitingar að hætti félagsins því allir vita að Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey er ekki bara siglingafélag 🙂 Við þökkum öllum foreldrum og sjálfboðarliðum fyrir hjálpina.

Screen Shot 2014-06-16 at 13.23.10

20140615_121237 20140615_133728 20140615_121149 20140615_120734 20140615_120625 20140615_115508 20140615_152305 20140615_151043 20140615_150758 20140615_134703 20140615_134551 20140615_133818 20140615_115154 20140615_090424

Share this Post